154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[14:29]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um að halda áfram virðisaukaskattsstuðningi við kaup á rafhjólum. Ég tel að þetta skipti máli. Þetta styður við fjölbreytta ferðamáta. Þetta er í takti við aðra stefnumótun, til að mynda það sem hefur verið rætt um að þurfi að gera í tengslum við samgöngusáttmálann hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég ætla að fagna því að hér séum við að ná víðtækri sátt um það að halda þessum stuðningi áfram. Vitaskuld verður ýmiss konar stuðningur frá og með næsta ári í gegnum Orkusjóð og það er vel en það er hins vegar ekki víst að rafhjólin hefðu heyrt þar undir. Að sjálfsögðu þurfum við að halda áfram að þróa þessi mál áfram líkt og við erum til að mynda að gera hér í þessari atkvæðagreiðslu.