154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[14:31]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þó að þetta skipti kannski ekki miklu máli fyrir okkur sem notum þessa vöru sárasjaldan þá er þetta mikilvægt mál. Þetta eflir auðvitað litla framleiðslu um allt land. Það sem mér finnst gott við þetta líka er að þetta hvetur til samkeppni og ýtir við stóru framleiðendunum, sem hafa haft dálitla einokunarstöðu á markaðnum, sem hafa brugðist við og framleiða miklu betri vöru en áður en þessir framleiðendur komu til, þótt það skipti svo á endanum heldur ekki miklu máli fyrir mig sem nota sjaldan þessa vöru.