154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

skattar og gjöld.

468. mál
[14:40]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Hér er verið að setja toll á snjallsíma og önnur tæki til þess að borga upp tap á höfundaréttarvörðu efni. Þetta er eldgömul aðferð við að reyna að fara á móti því að það sé verið að dreifa tónlist og öðru á netinu og orðið löngu, löngu tímabært að við fjarlægjum þessi atriði í lögunum og finnum aðrar og mun betri leiðir til að styðja við tónlistarmenn en eitthvað sem á ekki við lengur.