154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

raforkulög.

541. mál
[16:35]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Hér erum við að ræða ákveðin neyðarlög vegna forgangsorku til heimila. Ég gæti eflaust rakið hér næsta hálftímann alla þá vankanta sem eru á því að þurfa að gera þetta og hvernig þetta hefur farið í gegn. En hv. þm. Hanna Katrín Friðriksson gerði mjög góða grein fyrir því öllu. Það er einfaldlega þannig þegar upp er staðið að það er bara eitt sem skiptir máli í þessu og það er að almenningur fái raforku þegar skerða þarf raforku og að hún sé ekki á einhverju verði sem er tífalt, hundraðfalt það sem verið er að borga í dag. Þess vegna stend ég með þessu máli.