154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

lögheimili og aðsetur o.fl.

542. mál
[17:06]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara koma hérna upp og þakka þingheimi og nefndinni fyrir skjóta afgreiðslu á þessu máli. Niðurstöðu þessa máls hefur verið beðið úti í samfélaginu, að veita frekari heimildir til slökkviliðs og byggingarfulltrúa, að geta tekið á annmörkum þar sem fólk býr í óleyfishúsnæði, líka að finna leiðir til að leyfa það eða skrá tímabundið. Jafnframt er í þessu frumvarpi möguleiki á því að skrá í þessu tilviki Grindvíkinga eða almennt fólk sem þarf að flýja heimili sín eða rýma vegna náttúruhamfara eða annarrar utanaðkomandi ógnar. Þannig að ég vildi bara þakka þingheimi fyrir skjót vinnubrögð. Það er mjög gott að sjá þetta.