154. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2023.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

225. mál
[17:29]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér erum við að samþykkja breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um landlækni og lýðheilsu og lögum um réttindi sjúklinga. Við erum að svara ákalli heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga. Við erum að gera meginstraumsbreytingar um skýrari reglur sem munu leiða til bættra gæða, aukins öryggis og styrkja til lengri tíma öryggismenningu og öryggiskennd í íslensku heilbrigðiskerfi. Hér er um að ræða kannski stærri breytingar en lítur út fyrir. Við erum að innleiða hlutlæga refsiábyrgð sem er mjög mikilvægt stórt skref fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Mér er efst í huga mikið þakklæti til starfshóps sem vann frumvarpið og hv. velferðarnefndar fyrir að taka jafn vel (Forseti hringir.) utan um málið og raun ber vitni og kem þeim þökkum hér innilega á framfæri. Ég veit að þetta er framför fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi.