154. löggjafarþing — 54. fundur,  16. des. 2023.

veiting ríkisborgararéttar.

589. mál
[18:21]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Þetta er hin hefðbundna ræða mín við þetta tilefni. Ég óska auðvitað öllum þeim sem hér er veittur ríkisborgararéttur alls hins besta og vona að þau verði öll góðir og gegnir þjóðfélagsþegnar og líði vel hér á landi en við í þingflokki Miðflokksins sitjum hjá við þessa afgreiðslu og er það af þekktum ástæðum, vegna athugasemda okkar við verklagið og fyrirkomulag þessarar vinnu. Það hefur ítrekað verið rætt um að gera breytingar þar á sem ekki hafa orðið. Við sitjum hjá við þessa atkvæðagreiðslu og hvetjum þingheim til að færa þetta fyrirkomulag eða afgreiðslu mála sem þessara til annars vegar en verið hefur.