154. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2024.

breytingar á starfsáætlun.

[15:07]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Eins og forseti minntist á áðan hefur forsætisnefnd ákveðið að gera nokkrar breytingar á starfsáætlun Alþingis vegna forsetakosninganna 1. júní næstkomandi. Breytingarnar hafa verið kynntar þingmönnum og formönnum þingflokka og eru eftirfarandi: 16. og 17. maí verða þingfundadagar í stað nefndadaga. 21. til og með 23. maí verða nefndadagar í stað þingfundadaga en nefndadagur sem vera átti 24. maí fellur niður. Í vikunni 27.–31. maí verða hvorki þingfundir né nefndafundir. Eldhúsdagsumræður sem áttu samkvæmt starfsáætlun að vera 5. júní frestast um eina viku og verða þess í stað þann 12. júní, en 5. júní verður venjulegur þingfundadagur. Í vikunni 10.–14. júní verða þingfundir og er þingfrestun samkvæmt uppfærðri starfsáætlun áætluð þann 14. júní.