154. löggjafarþing — 58. fundur,  24. jan. 2024.

snjallvæðing umferðarljósa í Reykjavík.

463. mál
[16:21]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Frú forseti. Mig langar að blanda mér inn í þessa umræðu. Auðvitað er það gott og sjálfsagt og eðlilegt að nota tæknina og snjallvæðingu á umferðarljósum til að greiða fyrir umferð þar sem það á við og það er hægt. En mig langar að koma því að í þessari umræðu að það skiptir ekki síður máli að það sem auðvitað hefur kannski stærstu áhrifin á ferðatíma okkar er að auka hlut almenningssamgangna, gera þær að aðlaðandi kosti fyrir almenning þannig að bílum fækki á götunum og til þess að fólk komist hratt og örugglega á milli staða með almenningssamgöngum. Þar skiptir að sjálfsögðu borgarlína meginmáli sem og samgöngusáttmálinn. Mér finnst bara mikilvægt að hafa það sjónarmið með þegar við erum að tala um umferðarflæðið í borginni.