154. löggjafarþing — 61. fundur,  31. jan. 2024.

sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

618. mál
[16:02]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði að nota þetta tækifæri til að þakka hv. framsögumanni og formanni nefndarinnar fyrir frábær störf. Það er ánægjulegt að sjá að það var tekið tillit til athugasemda sem bæði við og Grindvíkingar komu fram með varðandi það að hámarksupphæðirnar þyrftu líka að hækka, ekki bara prósentan. Það er ánægjulegt að sjá að við getum unnið vel saman sem eitt og það sé í lagi að góðar hugmyndir komi annars staðar frá. Ég vil bara þakka framsögumanni og formanni nefndar sérstaklega fyrir þetta.