154. löggjafarþing — 63. fundur,  1. feb. 2024.

skerðing námslána vegna vinnu með námi.

[11:10]
Horfa

háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Rétt fyrir jólin kom skýrslan og henni var dreift á þingi og um hana verður rætt hér í þingsal vonandi á næstu vikum eða í febrúar og þá getum við vonandi átt nánara samtal um það hvernig við viljum forgangsraða þeim fjármunum sem fara í stuðning við námsmenn. Við sjáum að útlán sjóðsins hefðu aukist um 700 milljónir ef engar tekjuskerðingar hefðu komið til þannig að við þurfum líka að átta okkur á því að þegar við ráðumst í breytingar á stuðningsumhverfi námsmanna þá þurfum við líka að forgangsraða og þar verður ekki bæði sleppt og haldið. En vilji minn stendur til þess að við tryggjum jöfn tækifæri nemenda óháð efnahag til að stunda nám, hvort sem þau vilja vinna með námi eða ekki. Þetta snýst um þau grunngildi sem réðu því af hverju ég fór í pólitík sem snúast um valfrelsi og jöfn tækifæri.