154. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2024.

orð ráðherra um frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks.

[15:56]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Forseti. Forseti. Því miður gerist það ekki oft að stjórnarmeirihlutinn samþykki þingmál minni hlutans hér í sal en þegar það gerist þá koma þeir sér einhvern veginn undan því að framkvæma þann vilja þingsins sem birtist í samþykktinni. Eins og hér hefur verið rakið samþykkti Alþingi einróma, með 50 og eitthvað atkvæðum, vorið 2021 að hagsmunafulltrúi eldra fólks væri eitthvað sem ætti að koma á laggirnar og niðurstöðu vinnu starfshóps ætti að skila í apríl 2022. Sá starfshópur var síðan ekki skipaður fyrr en í apríl 2022. Úr vinnunni hefur ekkert komið. Það að mæta hér í pontu eins og hæstv. ráðherra gerði og kalla það popúlisma að ganga á eftir samþykktum yfirlýstum vilja Alþingis er óheiðarleg framsetning. Það elur á skautun (Forseti hringir.) og það er framkoma af síðustu sort gagnvart löggjafarsamkundunni.