154. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2024.

orð ráðherra um frumvarp um hagsmunafulltrúa eldra fólks.

[15:57]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Mér finnst skipta máli inn í þessa umræðu að að sjálfsögðu á að fara eftir samþykktum Alþingis í málum en hæstv. ráðherrar þurfa auðvitað líka að leggja fram ekki bara eitthvert frumvarp einhvern veginn um eitthvað heldur þarf það að vera röklega og skynsamlega uppbyggt til að ná þeim árangri sem til er ætlast með því. Ég heyrði ekki betur en að það væri vinna í gangi og ég ætla að trúa því og treysta að hún muni skila árangri á endanum. Það er vissulega rétt að tíminn verður lengri en upphaflega var lagt upp með en þannig er það nú stundum. En mér finnst það líka skipta máli í þessu að frumvarpið sjálft (Forseti hringir.) taki til þess sem það á að gera og til þess er mikilvægt að fara í vinnu (Forseti hringir.) og ég gat ekki heyrt annað en að hæstv. ráðherra væri að vinna hana.