154. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2024.

sjávargróður og þörungaeldi.

342. mál
[17:05]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Frú forseti. Þegar kemur að nýsköpun á sviði sjávarútvegs eða nýsköpun á því svæði sem er undir vatni þá þurfum við að horfast í augu við það hvað við vitum lítið, hvað rannsóknastofnanir okkar Íslendinga, þessa ríkis sem stólar svo mikið á lifandi auðlindir sjávar, hversu lítið hefur verið lagt í grunnrannsóknir á umhverfinu í kringum eyjuna okkar. Þess vegna skiptir höfuðmáli ef einhverjar hugmyndir fara af stað varðandi ræktun á þangi eða þörungum í kringum Ísland að þess sé gætt að umhverfissjónarmiðin séu ekki bara höfð til hliðsjónar heldur séu forsenda þess sem farið er af stað með til að ekki sé raskað viðkvæmu vistkerfi sjávar. Það eru vistkerfi sem allt líf í kringum eyjuna okkar byggir á, sem sjávarútvegurinn okkar byggir á að sé haldið (Forseti hringir.) heilnæmum og öflugum. Það væri nú slæmt að kippa fótunum undan sjávarútveginum með því að fara of geyst í (Forseti hringir.) að strá þara úti um allt sem ekki á heima kannski akkúrat þar.