154. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2024.

bið eftir afplánun.

554. mál
[18:21]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka að hann er óásættanlegur þessi langi biðtími eftir afplánun sem verið hefur í kerfinu hjá okkur og það er brýnt að bregðast við því. Við erum að bregðast við því, eins og ég sagði í fyrra svari mínu, m.a. með byggingu á nýju fangelsi, með fjölgun rýma á Sogni, með endurskoðun á fullnustukerfinu öllu. Allt er þetta í því augnamiði að ekki verði bið, að fullnustukerfið virki eins og skyldi, að þeir sem hafa brotið af sér taki út sína refsingu eins fljótt og hægt er. Ég held að það sé mikið hagsmunamál, bæði fyrir gerendur sem þolendur.