154. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2024.

mótun heildstæðrar stefnu um áfengis- og vímuefnavarnir.

30. mál
[16:27]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Sigmari Guðmundssyni svarið. Ég er nú ekki búin að rýna þetta skjal frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í smáatriðum en ég held að það sé margt þangað að sækja og ekki síst mikilvægi þess að horfa á heildarmyndina. Þar held ég að við gætum nýtt okkur nokkuð sem hefur verið kallað lýðheilsumat á öll frumvörp og ályktanir sem við fjöllum um hér í þinginu. Mig langar að kalla eftir sýn þingmannsins á það hvernig við getum nýtt okkur lýðheilsumat einmitt í forvörnum og vinnu á þessu sviði, áfengis- og vímuvörnum.