154. löggjafarþing — 67. fundur,  7. feb. 2024.

fjáraukalög 2024.

626. mál
[16:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Stefán Vagn Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Ég held að hv. þingmanni hafi misheyrst. Það sem ég sagði í ræðu minni var að ég hefði upplýsingar um að stjórn Bríetar ætlaði að fara í breytingar á samþykktum sínum til að koma betur til móts við þær umræður sem hafa orðið í fjárlaganefnd um að félagið þurfi skýrari heimildir í sínum samþykktum til að geta fjárfest í þessum íbúðum í Reykjavík. Það var það sem ég sagði áðan. Ég held að þingmanninum hafi misheyrst eða ég ekki verið nægilega skýr.