154. löggjafarþing — 69. fundur,  8. feb. 2024.

vextir og verðtrygging o.fl.

109. mál
[13:42]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Takk fyrir þetta. Ég ætla ekki að halda því fram hér í ræðustól Alþingis að það verði eitthvað ógeðslega flott og gott fyrir okkur að ganga í Evrópusambandið, eða að það leysi öll okkar vandamál, bara fjarri því. Auðvitað myndi það ekki gera það. Við myndum áfram þurfa að glíma við mörg af þeim vandamálum sem við glímum við í dag og klára þau. Ég hef hins vegar enga trú á því að við getum leyst þetta vandamál ein. Ég bara held að það sé fullreynt. Við höfum búið við þessa verðtryggingu frá því á áttunda áratugnum og þetta hefur ekki verið leyst með ómældum skaða fyrir alþýðu þessa lands. Öll vandamál Íslands myndu ekki leysast með því að ganga í Evrópusambandið en ég fullvissa hv. þingmann um það að þetta vandamál myndi hverfa.