154. löggjafarþing — 71. fundur,  13. feb. 2024.

tilkynning forseta.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Áður en þingstörf hefjast í dag vil ég geta þess að síðdegis í gær barst landsmönnum sú fregn að Karl Sigurbjörnsson biskup hefði andast fyrr á deginum. Ég vil héðan af forsetastóli senda fjölskyldu hans samúðarkveðjur Alþingis. Samstarf Alþingis og þjóðkirkjunnar í biskupstíð sr. Karls var afar gott og farsælt. Mörgum mun enn vera minnisstæður sá einstæði atburður sumarið 1999, meðan endurbætur stóðu yfir á Dómkirkjunni, þegar biskup flutti hér í þingsalnum blessunarorð og tónaði í upphafi þingsetningarfundar. Svo náin urðu samskipti Alþingis og biskups þjóðkirkjunnar.