154. löggjafarþing — 72. fundur,  13. feb. 2024.

bókun 35 við EES-samninginn.

635. mál
[17:17]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir hans svar. Það er auðvitað stuttur tími sem við höfum til að koma sjónarmiðum á framfæri í þessu formi. Hæstv. ráðherra nefndi þennan þrönga stakk sem dómarar telja að stjórnarskráin sníði þeim. Ég myndi þá kannski vilja spyrja hæstv. ráðherra, í framhaldi af því, hvort hann líti svo á að það sé kannski kominn tími til að endurheimsækja það að endurskoða stjórnarskrána, þá með þeim hætti að hugsanlega verði hægt að framfylgja þessu með þeim hætti sem andi EES-samningsins gerir ráð fyrir.