154. löggjafarþing — 72. fundur,  13. feb. 2024.

bókun 35 við EES-samninginn.

635. mál
[18:45]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Ég get bara talað fyrir mig, ég hef ekki umboð til að tala fyrir neinn annan hér í þessum ræðustól. Ég tel að það sé mikill meiri hluti fyrir því að styðja við EES-samstarfið og finna flöt á vandkvæðum sem þar koma upp hér í þinginu og hef fulla trú á að það leysist með einum eða öðrum hætti.