154. löggjafarþing — 72. fundur,  13. feb. 2024.

bókun 35 við EES-samninginn.

635. mál
[19:31]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. forseta fyrir að hafa greint frá því að málið gangi nú til utanríkismálanefndar. Þá geri ég ráð fyrir því að umræðu hafi ekki verið frestað heldur einfaldlega að málið fari til utanríkismálanefndar. Þá getum við einmitt farið að taka til við málið eins og hv. þm. Bergþór Ólason nefndi hér, að við fáum sem mest af tíma. Þess vegna vil ég fagna því sérstaklega og bið hæstv. forseta að leiðrétta mig ef minn skilningur er rangur í þessu; umræðunni er lokið og málið er komið til nefndar. Það er eins og ég skil þetta og vona að það séu engin önnur spil uppi hvað þetta varðar.