154. löggjafarþing — 73. fundur,  15. feb. 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 902, um styrki og samstarfssamninga, frá Bergþóri Ólasyni. Einnig hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 917, um skaðsemi Covid-bólusetninga, frá Birni Leví Gunnarssyni. Að lokum hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 929, um kostnað við leiðtogafund Evrópuráðsins, frá Ingu Sæland.