154. löggjafarþing — 74. fundur,  19. feb. 2024.

tímabundið innra eftirlit á landamærum og PNR-samningar um farþegalista í flugvélum.

[15:10]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður segir hér að það skipti máli að velja sér bandamenn og það skiptir svo sannarlega máli að velja sér bandamenn í gegnum öll þau verkefni sem við er að kljást í lífinu öllu. En hér er spurt hver staðan sé á svokölluðum PNR-samningum. Ég vil fá að árétta það að ástandið á landamærum Íslands er um margt gott. Yfir 90% allra farþega sem koma til landsins koma hér samkvæmt farþegalistum. Það eru aftur á móti búnar að vera samningaviðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins um að ljúka þessum PNR-samningum sem munu þá ná utan um líklega þessi fjögur flugfélög sem ekki hafa skilað inn farþegalistum. Þegar er nefnt hér sérstakt landamæraeftirlit þá er það bundið við áhættumat og staðbundið mat og það er tímabundið. Til dæmis eins og það eftirlit sem hefur verið í Svíþjóð, (Forseti hringir.) það hefur verið bundið við brýr eða brúna yfir Eyrarsund (IngS: Nei. ) en ekki t.d. flugvöllinn í Stokkhólmi. (IngS: … komnir með þetta á öll landamæri hjá sér. )