154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

704. mál
[14:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála markmiði frumvarpsins og ég skil útgangspunktinn en ég hefði gjarnan viljað hafa prósentutöluna 98% eins og þeir fá sem verða fyrir altjóni. Ég skil þetta ekki alveg, auðvitað er óvissan mikil, ég tek undir það, það er ekki hægt að segja neitt um þetta til eða frá og 95% er betra heldur en þeir fá sem eru í samskiptum við náttúruhamfaratryggingar og verða ekki fyrir altjóni. En það er verra fyrir þá sem verða fyrir altjóni. Þessi mínúta líður ákaflega hratt en ég ætlaði að spyrja hv. þingmann út í fjármögnun félagsins, hvort hann telji ekki vafasamt að gera ráð fyrir því að Náttúruhamfaratrygging Íslands setji 15 milljarða inn í félagið en borgi síðan líka fyrir tjón á íbúðunum þannig að náttúruhamfaratrygging borgi kannski tvisvar sinnum fyrir sama húsið.