154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ.

675. mál
[19:54]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði styðjum þetta frumvarp og breytingartillögurnar við það sem lagðar eru til. Ég vil taka undir með þeim sem hafa talað um gott samstarf í efnahags- og viðskiptanefnd við vinnslu þessa máls. Það skiptir máli. Það er mikilvægt að við náum eins mikilli samstöðu og við ræðum okkur niður á eins mikla samstöðu og hægt er og það tókst svo vel í þessu tilfelli að öll nefndin er á málinu. Það skiptir máli. En þetta frumvarp er auðvitað bara einn biti í því púsluspili og öllum þeim lagabreytingum sem verið er að gera varðandi Grindavík. En þetta er svo sannarlega mál sem skiptir máli og ég treysti því að það verði orðið að lögum hér eftir skamman tíma í kvöld.