154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

tímabundinn rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara i Grindavíkurbæ.

675. mál
[19:55]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt. Eins og hefur verið bent á þá nær þetta mál ekki utan um alla og er kannski ekki ætlað að gera það. Því er ætlað að vera eitt mikilvægt skref í þessu ferli og við erum sannarlega að taka eitt skref í einu vegna þess að það var kannski ekki unnið nógu vel að því að teikna upp mismunandi heildarsviðsmyndir í upphafi. En engu að síður ber að fagna því að það er samstaða um þessi mál hér. Samstarfið hefur gengið vel og ég ætla að taka undir það að ég fagna því að við séum að klára þetta hérna í dag og fagna þeim breytingum sem hafa verið gerðar nú þegar á málinu.