154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

704. mál
[20:23]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Óvissan sem ríkir út af náttúruhamförunum er mikil fyrir landsmenn alla en ekki síst íbúa Grindavíkur. Hér er langstærsta skrefið til þessa til að létta aðeins á þessari óvissu. Þetta er mjög stórt og mikilvægt skref sem mun auðvelda mörgum að finna sér nýtt heimili og finn nýjan punkt til að spyrna sér frá og fara að byggja sig upp eftir þetta mikla áfall sem reið yfir. Ég er mjög þakklátur þinginu fyrir að vinna þetta vel saman og gera þetta svona vel úr garði. Eins og hér hefur komið fram þá nær þetta ekki utan um alla en þetta mun ná utan um mjög stóran hóp. Verkefnið heldur áfram og með þessari samstöðu þá munum við ná að gera góða hluti fyrir þá sem eftir sitja á næstu misserum, þannig að ég fagna þessu mjög.