154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.

704. mál
[20:42]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langaði bara að þakka nefndinni fyrir að hafa tekið utan um þetta mál. Þetta var nokkuð sem við í samstarfsnefndinni mátum þannig að ekki myndi ekki nást að klára þessa grein á góðan máta áður en frumvarpið var lagt fram. Nefndin tók því vel utan um það og bætti þessu við, sem er af hinu góða. En ég lýsi einnig áhyggjum eins og hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir; þó að fólkið sem er í þessu kerfi fái búseturéttinn sinn borgaðan til baka þá ætla ég að vona að það verði tekið vel á móti því í svipuðum búsetuíbúðum hjá sömu aðilum eða öðrum annars staðar á landinu þegar fólkið reynir að koma sér fyrir.