154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

fjáraukalög 2024.

717. mál
[21:47]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í frumvarpi til fjáraukalaga er verið að veita heimild til að taka lán, allt að 30 milljarða kr. eða jafngildi þeirrar í erlendri mynt. Í frumvarpinu segir, með leyfi forseta:

„Til að hægt sé að framkvæma það sem kemur fram í áðurnefndu frumvarpi“ — þ.e. frumvarpinu sem fór í efnahags- og viðskiptanefnd“ — er þörf á þessum viðbótarheimildum í 5. gr. vegna lántöku og endurlána …“

Í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu, sem fjárlaganefnd óskaði eftir og fékk, segir hins vegar, með leyfi forseta:

„Enn er óvíst að hversu miklu leyti þörf verði fyrir að nýta viðbótarheimildina og þá hvernig þeirri fjármögnun yrði háttað.“

Það er víst hvort það sé þörf á þessari heimild og það að ríkisstjórnin og hæstv. fjármálaráðherra sé hér að óska eftir heimild sem hann veit ekki hvort hann ætlar að nota eða ekki — þingið á ekki að veita þannig heimild. Hann getur bara komið seinna og óskað eftir heimild ef þörf verður á henni. Það er hægt að fjármagna þetta öðruvísi. Það vita allir. Þannig að við erum að fara að veita heimild núna (Forseti hringir.) fyrir einhverju sem er óvíst hvort þurfi. Höfum það alveg á hreinu.