154. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2024.

fjáraukalög 2024.

717. mál
[21:50]
Horfa

Magnús Árni Skjöld Magnússon (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Lántökuheimild er í sjálfu sér ekkert endilega þensluhvetjandi, það er bara spurning um hvort hún er nýtt og þá hvernig henni er varið. Eins og ég tók fram í ræðu minni hér fyrr í dag þegar þetta mál var til umræðu þá verð ég að hvetja ríkisstjórnina til að grípa til aðgerða í ríkisfjármálum sem vinna að því markmiði að lágmarka verðbólguhvetjandi áhrif þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að bjarga fjölskyldum í Grindavík sem eru í vanda. Það sem við erum að fjalla um hér í dag er fyrst og fremst heimild til að grípa til þess að taka erlent lán ef þess gerist þörf og þess vegna ætla ég að styðja þetta mál.