154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

frumvarp um breytingu á lögum um útlendinga.

[15:34]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég óttaðist það um stund að ráðherrann hefði ekkert hlustað á mig því að það var verið að svara allt öðru heldur en spurt var um þangað til þarna undir lokin. Ég verð eiginlega að spyrja hæstv. ráðherra: Hvers vegna var horfið frá því að breyta þessum tveimur efnisreglum sem hún nefnir þarna? Og sömuleiðis verð ég að spyrja, af því að það gæti tengst, hvort annar hvor samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafi gert fyrirvara við málið við afgreiðslu úr þingflokkum sínum.