154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

útlendingar.

722. mál
[16:25]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Hér nefnir hv. þingmaður breytingu á gildistíma dvalarleyfa. Fyrst og síðast er markmiðið með þessum breytingum, eins og kom fram í ræðu minni hér áðan, að samræma löggjöf okkar við Norðurlöndin. Hér erum við að fylgja Norðurlöndunum hvað það varðar og m.a. hafa Finnar gefið það út að þeir muni sömuleiðis gera breytingar á dvalartíma hjá sér. Það þykir nauðsynlegt að við séum í samræmi við Norðurlöndin hvað þetta varðar. Þetta mun auka skilvirkni. Hv. þingmaður spyr hvort (Forseti hringir.) þetta muni hamla inngildingu og ég tel það alls ekki vera svo.