154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

útlendingar.

722. mál
[16:43]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Þá langar mig til að spyrja: Til viðbótar við þessar tvær séríslensku reglur sem hæstv. ráðherra segir að verði viðvarandi, a.m.k. þangað til breytingarlög verða aftur lögð fram á næsta þingi, hvaða fleiri séríslensku málsmeðferðarreglur, hvaða fleiri séríslensku seglar verða þá inni í lögunum að þessu frumvarpi afgreiddu, verði það afgreitt eins og hæstv. ráðherra mælti fyrir því í dag? Hvaða fleiri séríslensku seglar verða í löggjöfinni til næsta hausts til viðbótar við þessar tvær; talsmannaþjónustu og 18 mánaða regluna?