154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

útlendingar.

722. mál
[17:01]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (andsvar):

Forseti. Hér hefur hv. þingmaður talað og farið mikinn um málsmeðferð ríkisborgara frá Venesúela og niðurstöðu kærunefndar útlendingamála og Útlendingastofnunar. Það er ástæða fyrir því að ákveðið var að setja á stofn kærunefnd útlendingamála með þeim hætti sem gert var og halda þar með armslengd frá ráðherra og pólitíkinni í starfsemi nefndarinnar. Þetta er stjórnsýslunefnd og ráðherra á ekki, ég endurtek, hann á ekki og hann getur ekki gripið inn í störf kærunefndar útlendingamála né Útlendingastofnunar og ég held að þannig viljum við hafa það.

Ég vil einnig koma því á framfæri að skv. 2. mgr. 36. gr. laganna hefur töluverður fjöldi mála verið afgreiddur. Til glöggvunar þá eru um 1.200 mál (Forseti hringir.) á árunum 2017–2023 sem fengu synjun á grundvelli þessara laga hér á landi.