154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

útlendingar.

722. mál
[17:18]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna sem var mjög athyglisverð. Ég verð nú eiginlega segja það að ég hjó sérstaklega eftir því þegar hv. þingmaður fór að ræða um hælisumsóknir frá Venesúela og fór ágætlega yfir það og mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort ég skildi hann ekki örugglega rétt, að hann telji að það að hafa veitt umsækjendum frá Venesúela viðbótarvernd hafi verið mistök. Ef hv. þingmaður gæti svarað þessu.