154. löggjafarþing — 83. fundur,  11. mars 2024.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að Jódís Skúladóttir verði fjarverandi á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá formanni Miðflokksins um að Bergþór Ólason geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Þá hefur borist bréf frá Ásmundi Einari Daðasyni um að hann verði fjarverandi á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, Kári Gautason, en 1. varamaður hefur boðað forföll, 5. varamaður á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, Hákon Hermannsson, en varamenn ofar á lista hafa boðað forföll, og 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Brynja Dan Gunnarsdóttir.

Kári Gautason og Brynja Dan Gunnarsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.