154. löggjafarþing — 84. fundur,  11. mars 2024.

farþegar og áhafnir flugfélaga.

679. mál
[19:09]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinni fyrirspurn. Ég vil árétta það að flugfélögin eru einnig bundin af eigin persónuverndarlögum í sínu heimaríki þannig að þetta er ekki séríslensk meðferð hér sem þau viðhafa, heldur beinist þetta að þeim ríkjum sem ekki eru aðilar að PNR-tilskipun Evrópusambandsins. Ég vil árétta það að við erum að hefja tvíhliða samningaviðræður við ESB vegna þessa máls. Ég vænti þess að eftir nokkra mánuði verði þessi samningur innleiddur hér. Sömuleiðis Norðmenn, við erum nú ekki aftarlegar á merinni en það að Norðmenn eru í sömu stöðu og við og þeir eru sömuleiðis að hefja þessar viðræður við Evrópusambandið þannig að við fylgjum þeim hvað þetta varðar. Þegar þessi innleiðing er komin þá verðum við með nánast 100% upplýsingar um þá farþega sem hingað til lands koma og verður til fyrirmyndar. Hins vegar eru landamærin með þeim hætti að það verður aldrei hægt að koma fyllilega í veg fyrir það að hingað slæðist einstaklingar eins og við höfum orðið vitni að í fjölmiðlum, þar sem innan Schengen-svæðisins er frjáls för fólks.