154. löggjafarþing — 86. fundur,  18. mars 2024.

breyting á starfsáætlun.

[15:08]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis var gert ráð fyrir að fyrri umræða um fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 yrði á morgun, þriðjudaginn 19., og miðvikudaginn 20. mars.

Nú er ljóst að það gengur ekki eftir og að ekki verði hægt að útbýta fjármálaáætluninni fyrr en eftir næstu mánaðamót. Þá horfir forseti til þess að umræðan muni hefjast mánudaginn 8. apríl og verða fram haldið næstu daga á eftir en ljúki í upphafi fundar fimmtudaginn 11. apríl.