154. löggjafarþing — 87. fundur,  18. mars 2024.

reglubundin skimun fyrir krabbameini í ristli.

721. mál
[18:56]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Forseti. Ég vil bara þakka hv. þm. Berglindi Ósk Guðmundsdóttur fyrir að vekja máls á þessu verkefni hérna, skimun fyrir krabbameini í ristli, sem eins og fram hefur komið hefur lengi verið á dagskrá stjórnvalda og oft og mikið verið rætt í þinginu. Ég tel það afskaplega jákvæðar fréttir að við sjáum nú hilla undir að verkefnið hefjist. Ég legg áherslu á að það verði innleitt, hvað eigum við að segja, hnökralaust þannig að verklagið gangi upp og verði leiðrétt jafnóðum ef einhverjir hnökrar koma upp.