154. löggjafarþing — 88. fundur,  19. mars 2024.

framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027.

584. mál
[15:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Já, það er augljóst að þegar það á að gera eitthvað nýtt og eitthvað meira þá rúmast það ekki innan sömu fjárheimilda og voru notaðar í eitthvað annað áður, ekki nema eitthvað annað falli þá burt. Það er þá brottfallinn kostnaður í rauninni, kostnaður sem fellur niður. Þá eru þetta ný verkefni sem koma í staðinn og það þarf að gera sérstaklega grein fyrir og er ekki hægt að flokka bara innan ramma. Þannig að það er frekar framsetningin á þessu sem ég er ósammála en því endilega að fjárheimildin passi innan ramma þegar allt kemur alls. Tvennt ólíkt.

Ég vil halda því fram að þessi þingsályktunartillaga sé óþörf. Hún er óþörf. Þarna er í raun og veru verið að segja stjórnvöldum að gera ja, ýmislegt, sem þarf síðan að gera grein fyrir í fjármálaáætlun þar sem stefna stjórnvalda liggur undir, þar sem kostnaðaráætlunin á að vera aðgengileg. Þannig að þetta er í rauninni einhvers konar forvinna fyrir það sem stjórnvöld eiga hvort eð er að gera. Stjórnvöld gætu alveg bara gert þetta, (Forseti hringir.) bara í fjármálaáætluninni sjálfri. (Forseti hringir.) Það er svo sem ágætt að hafa svona plagg þar á bak við en það þarf ekki þinglega meðferð fyrir þetta, það er alger óþarfi.