154. löggjafarþing — 88. fundur,  19. mars 2024.

framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027.

584. mál
[16:40]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er fagnaðarefni og ég þakka hv. þingmanni og formanni nefndarinnar fyrir að benda mér á þetta. Það er kannski ekki síður þörf á því að fá örorkulífeyrisfrumvarpið á auðskilið form. Ég held að býsna margir gætu nú bara notfært sér það form. Það er mjög ánægjulegt að ráðuneytið hafi tekið tillit til þessara atriða og ég þakka hv. þingmanni fyrir að benda mér á þetta.