154. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2024.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

[15:47]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti verður að áminna þingmenn í fyrsta lagi um það að gefa þingmönnum tækifæri til að ljúka máli sínu áður en þeir hefja raust sína úr sal. Í annan stað vill forseti árétta að það mál sem hér var til atkvæðagreiðslu hafði fengið tvær umræður í þinginu og það er ekki gert ráð fyrir því að efnisleg umræða um málið fari fram að lokinni lokaatkvæðagreiðslu um málið, þannig að forseti árétti það.