154. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2024.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

[15:50]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill taka fram af þessu tilefni að það verður að gera greinarmun annars vegar á brigslyrðum og hins vegar því sem kalla má harða pólitíska umræðu. Þegar um er að ræða efnislegan ágreining um mál grípur forseti ekki þar inn í. En þetta er hins vegar atriði sem stöðugt þarf að hafa í huga, að þingmenn gæti orða sinna í samskiptum við aðra og í umræðum hér í þinginu.