154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[11:55]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að eyða tíma mínum hér á þessari einu mínútu sem ég hef núna í að fara í efni frumvarpsins. Þingflokksformaður Viðreisnar hefur lýst skoðun Viðreisnar ágætlega hvað það varðar.

Mig langar aftur á móti að velta upp samráði, af því að við sjáum yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands þar sem því er lýst að það hafi ekki verið haft samráð við heildarsamtök á vinnumarkaði sem telja 130.000 manns, þetta er hagsmunagæsluaðili fyrir 130.000 manns. Það var ekki leitað eftir umsögn við þann aðila sem hefur að gera með hagsmunagæslu fyrir svona stóran hóp og mig langar að spyrja hv. þingmann hvers vegna það var ekki gert.