154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

búvörulög.

505. mál
[14:39]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Þegar samkeppnislög voru sett á Íslandi upp úr 1990 var sams konar löggjöf sett á öllum Norðurlöndunum. Á öllum Norðurlöndunum voru allar afurðastöðvar og samstarf framleiðenda í landbúnaði undanþegið þeim lögum. Einhverra hluta vegna var það ekki gert á Íslandi. Árið 2004 var tekinn áfangi í að leiðrétta þessa skökku samkeppnisstöðu bænda á Íslandi gagnvart kollegum sínum og undanþága gefin vegna mjólkuriðnaðar. Nú 20 árum síðar erum við að klára verkefnið, að láta íslenska bændur eiga möguleika að sitja við sama borð og kollegar þeirra á Norðurlöndum og í Evrópu. Ég fagna þessari niðurstöðu gríðarlega. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)