154. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2024.

breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.

864. mál
[16:58]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég óttast að hann hafi ekki verið að hlusta á ræðuna mína hér rétt áðan, enda veit ég að það er ýmislegt sem mæðir á ráðherra á þessum tíma dags, hann hefur ýmsum erindum að sinna. Ég hvet hæstv. ráðherra til að fletta til baka og hlusta á ræðu mína þar sem ég fór akkúrat yfir það að ég tel þau orð sem hæstv. ráðherra las upp úr greinargerð með frumvarpinu ekki nægilega skýra og nákvæma útlistun á niðurstöðu mats á áhrifum á persónuvernd. Þar þurfa að koma fram ákveðnir þættir sem ég hef ekki tíma til að tíunda hér aftur en ég gerði í ræðu minni rétt áðan. Ekki þó jafn ítarlega og persónuvernd gerir en ég hvet hæstv. ráðherra til að kíkja á það.