154. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2024.

afsal þingmennsku.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá 2. þm. Reykv. n., Katrínu Jakobsdóttur, þar sem hún segir af sér þingmennsku frá og með 8. apríl 2024. Bréfið er svohljóðandi.

„Með þessu bréfi segi ég af mér þingmennsku í ljósi þess að ég hef nú boðið mig fram til embættis forseta Íslands. Ég þakka forseta þingsins, þingmönnum og öllu starfsfólki þingsins gott samstarf undanfarin 17 ár og óska ykkur öllum velfarnaðar í ykkar mikilvægu störfum.

Katrín Jakobsdóttir.“

Ég vil af þessu tilefni færa Katrínu Jakobsdóttur þakkir fyrir störf hennar á Alþingi. Ég óska henni fyrir hönd okkar alls velfarnaðar í framtíðinni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Við þingmennskuafsal Katrínar Jakobsdóttur tekur Eva Dögg Davíðsdóttir sæti hennar á Alþingi og verður 7. þm. Reykv. n. en Steinunn Þóra Árnadóttir verður 2. þm. kjördæmisins.

Eva Dögg Davíðsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og býð ég hana velkomna til starfa.