154. löggjafarþing — 92. fundur,  8. apr. 2024.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá formanni Flokks fólksins um að Eyjólfur Ármannsson geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá Hönnu Katrínu Friðriksson um að hún verði fjarverandi á næstunni. Þá hefur borist bréf frá formanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að Eva Dögg Davíðsdóttir geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi 4. varamaður á lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, Sigurjón Þórðarson, en varamenn ofar á lista hafa boðað forföll, 2. varamaður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, María Rut Kristinsdóttir, en 1. varamaður hefur boðað forföll, og 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður, René Biasone.

Sigurjón Þórðarson, María Rut Kristinsdóttir og René Biasone hafa öll áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.