154. löggjafarþing — 93. fundur,  10. apr. 2024.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1111, um umboðsmann náttúrunnar, frá Valgerði Árnadóttur, á þskj. 1149, um kortlagningu óbyggðra víðerna, og þskj. 1161, um grunnvatnshlot og vatnstöku í sveitarfélaginu Ölfusi, báðar frá Andrési Inga Jónssyni og á þskj. 1214, um styrki til félagasamtaka frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.

Einnig hafa borist bréf frá menningar- og viðskiptaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þessa að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 901, um styrki og samstarfssamninga, frá Bergþóri Ólasyni, á þskj. 1027, um Ríkisútvarpið og útvarpsgjald, frá Óla Birni Kárasyni og á þskj. 1121, um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur, frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.

Þá hafa borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 1162, um löggæsluáætlun, frá Andrési Inga Jónssyni og á þskj. 1230, um brottför umsækjenda um alþjóðlega vernd, frá Birgi Þórarinssyni.